144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[23:39]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Þessi málatilbúnaður allur virðist vera algjörlega úti í móa. Nú er það sem sagt upplýst að bæði umhverfisráðuneytið, sem starfar í landinu, og hæstv. umhverfisráðherra ríkisstjórnarinnar, sem situr í landinu, telja að að minnsta kosti að tveir af þeim fimm kostum sem hér eru undir, Hagavatnsvirkjun og Skrokkalda, hafi ekki hlotið þá rannsókn sem lögskylt er.

Ég bið stjórnarmeirihlutann um að vera að minnsta kosti með málið þannig búið að hans eigin trúnaðarmenn og það ráðuneyti sem ríkisstjórnin fer með telji sjálf að málið standist gildandi lög og taki út af borðinu Skrokköldu (Forseti hringir.) og Hagavatnsvirkjun og reyni alla vega að halda áfram með málið í þeim búningi (Forseti hringir.) að umhverfisráðherra ríkisstjórnarinnar sjálfrar geti talið að (Forseti hringir.) það sé í samræmi við lög.