144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[23:40]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ýmislegt er skýrara, en annað er miklu óskýrara. Hver er eiginlega staða umhverfismála í Stjórnarráði Íslands þegar sjálfur ráðherrann ræðir málaflokkinn af þeirri léttúð sem hún gerir hér og talar eins og hún sé talsmaður málaflokksins en ekki sá burðarás og pólitíski forustumaður sem hún verður að vera gagnvart eigin þingflokki og gagnvart samfélaginu í heild? Er það virkilega svo að þingflokksformaður Framsóknarflokksins bakki ekki upp ráðherra umhverfismála? Er það virkilega svo? Ég er algjörlega orðlaus yfir þeirri stöðu sem upp er komin hér. Hvernig í ósköpunum eigum við að (Forseti hringir.) halda áfram umræðu á þessum nótum hér þegar hæstv. ráðherra finnst það varla tiltökumál (Forseti hringir.) að málaflokkurinn sé ekki betur mannaður en svo að það skipti engu máli hvort hann njóti eðlilegs stuðnings (Forseti hringir.) og þeirrar virðingar sem honum ber?