144. löggjafarþing — 106. fundur,  13. maí 2015.

dagskrá þingsins.

[15:22]
Horfa

Jón Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Vegna orða hv. þm. Steingríms J. Sigfússonar um að það sé verið að ganga freklega á náttúruna með virkjunum í neðri hluta Þjórsár er ágætt að rifja aðeins upp fyrri ummæli hans um þennan virkjunarkost. Virkjanir í neðri hluta Þjórsár eru mjög hagkvæmar vegna þess að þær nýta alla miðlunina sem eru ofar á Þjórsársvæðinu, t.d. Núpsárvirkjun. Urriðafossvirkjun er að vísu ekki án umhverfisfórna, það þarf vissulega að fara vel yfir það, en að breyttu breytanda eru þær virkjanir mjög eðlilegir kostir áður en menn ráðast í ný og óröskuð svæði. Hann svarar þáverandi hæstv. iðnaðarráðherra og spyr hvort hann þurfi fleiri virkjunarkosti en þessar beinu hagkvæmu rennslisvirkjanir sem valdi sáralitlum umhverfisáhrifum og séu afturhverfar í þeim skilningi að það megi fjarlægja stíflurnar, taka rörin niður og hleypa vatninu aftur í sinn farveg.

Þetta sagði hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon um virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Veruleikafirringin og vitleysan er auðvitað öll í minni hlutanum í þessu máli, virðulegur forseti. Hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon er enn og aftur orðinn sá vindhani (Forseti hringir.) sem hann er þekktastur fyrir að vera hér á þingi.