144. löggjafarþing — 106. fundur,  13. maí 2015.

dagskrá þingsins.

[15:27]
Horfa

Guðbjartur Hannesson (Sf):

Hæstv. forseti. Ég er einn af þeim sem var mjög hissa á því að þetta mál væri aftur á dagskrá í dag eftir umræðuna í gærkvöldi, nýjar upplýsingar sem komu þar inn, eftir fréttir gærkvöldsins og útspil hæstv. umhverfisráðherra. Hæstv. umhverfisráðherra varð svo að sæta því að formaður atvinnuveganefndar, hv. þm. Jón Gunnarsson, kallaði ráðherrann þessari kvenfyrirlitlegu athugasemd „einhvern ráðherra“. Við erum að tala um ráðherra málaflokksins. Það skiptir ekki máli þó að „einhver ráðherra“ hafi einhverja aðra skoðun. Getur maður lagst lægra í athugasemdum á þessu þingi öðruvísi en að vera áminntur, hæstv. forseti? Ég held að það hefði verið nægt tilefni til að stoppa fundinn þótt ekki væri nema út af þessari niðurlægjandi athugasemd.

Ég skora á hæstv. forseta að taka þetta mál af dagskrá, beita sér fyrir því að hér verði rætt um verkfallsmálin og stöðuna í verkföllunum, (Forseti hringir.) ef ekki í dag þá að minnsta kosti á föstudaginn, og síðan verði farið að vinna úr þeim málum sem þegar liggja fyrir, eru ágreiningslaus og bíða afgreiðslu þingsins.