144. löggjafarþing — 106. fundur,  13. maí 2015.

dagskrá þingsins.

[15:45]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Hér var áðan talað um að kosningar hafi orðið 2013 og vísað í mig. Ég minni þingmenn enn og aftur á að hér urðu mjög sögulegar kosningar það ár þar sem vinstri flokkarnir gjörtöpuðu stöðu sinni á sviði íslenskra stjórnmála og ný stjórnvöld voru kosin til valda. (Gripið fram í.) Þetta skýrir meðal annars vandann sem Alþingi Íslendinga stendur frammi fyrir í dag … [Háreysti í þingsal.] Sko, þetta skýrir meðal annars vandann [Háreysti í þingsal.] sem Alþingi Íslendinga stendur frammi fyrir í dag. (Forseti hringir.) Þessir stjórnmálaflokkar, Vinstri grænir og Samfylkingin, hafa aldrei þolað það að hafa tapað völdum. Hér standa þeir uppi í ræðustól og kjafta um að það verði að halda þeirra stefnu fram. Svo er ekki, virðulegi forseti. Þegar þessi orð eru töluð er búið að tala 600 sinnum undir dagskrárliðnum fundarstjórn forseta. Það er búið að tala í 10,5 klukkustundir (Forseti hringir.) frá áramótum. Það er orðið hádegi næsta dag, svo mikið er búið að tala, heilan dag og þrjá tíma. (Gripið fram í.)