144. löggjafarþing — 106. fundur,  13. maí 2015.

umræðuefni dagsins.

[16:36]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S):

Virðulegi forseti. Ég held að hv. þm. Helgi Gunnarsson ætti alveg að geta tekið þátt í þessari umræðu á þeim grundvelli að þetta mál er löngu komið inn í þingið. Eitt af helstu málum Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu kosningar var að koma rammaáætlun á réttan kjöl, stokka spilin upp þar sem frá var horfið þegar fyrrverandi ríkisstjórn breytti niðurstöðu rammaáætlunar sem Sjálfstæðisflokkurinn var sammála. Ég held að það ætti ekki að koma neinum í þessum sal á óvart að þetta mál var tekið inn í þingið fyrir þinglok. Við ættum að reyna að temja okkur að taka því með svona sæmilegri karlmennsku og reyna að vinna málið, ekki vera með málþóf og stoppa alla vinnuna. Þetta er nefnilega ekki hægt. [Kliður í þingsal.] Þessi vinnubrögð eru ekki hægt. Ég er kannski ekki búinn að vera nógu lengi á þinginu til að vera orðinn þannig lundaður að vilja stoppa vinnuna á þessum merkilega vinnustað. Það er það mikilvægt að við klárum vinnuna. Meiri hlutinn (Forseti hringir.) tók þá ákvörðun að halda áfram með þetta mál.