144. löggjafarþing — 106. fundur,  13. maí 2015.

umræðuefni dagsins.

[16:38]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegur forseti. Hér hefur verið farið ágætlega yfir yfirgripsmikla vanþekkingu fulltrúa meiri hlutans í atvinnuveganefnd. Það hefur verið rökstutt og það er ámátlegt að hv. þm. Páll Jóhann Pálsson skuli sigla með lokuð augun í kjölfar formanns nefndarinnar. Hann kemur ítrekað í ræðustól og er með afrit af öllu því sem hv. þm. Jón Gunnarsson segir, einhvers konar útfærslu eða leikþátt sem snýst um að endurtaka það sem hv. þm. Jón Gunnarsson segir.

Formaður þingflokks Framsóknarflokksins er líka í atvinnuveganefnd. Hefur hún tekið þátt í þessari umræðu? Nei. Hún talaði sérstaklega um það á fundum þingflokksformanna að hún ætlaði að vera hér og hlusta á umræðuna. Hefur hún verið hér? Nei. Af hverju ekki? Af hverju er Þórunn Egilsdóttir þingmaður ekki við þessa umræðu?

Ég vil segja, virðulegi forseti, að krafa númer eitt er að við hættum þessari umræðu hér og nú því að hún er gengin of langt. Krafa númer tvö er að ef við ætlum að halda (Forseti hringir.) þessari umræðu áfram skuli hæstv. umhverfisráðherra sitja hér og taka þátt í umræðunni og formaður þingflokks Framsóknarflokksins líka.