144. löggjafarþing — 106. fundur,  13. maí 2015.

umræðuefni dagsins.

[16:39]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Það kom mér á óvart bæði í dag og í gær þegar þrír af sex fulltrúum hv. atvinnuveganefndar komu í pontu og virtust byggja tillögugerð sína á því sem gerðist á síðasta kjörtímabili með rammaáætlun. Þeir segja að af því að henni hafi verið breytt af hálfu stjórnvalda séu þeir að gera það sama. Það er mikill misskilningur, og mjög alvarlegt að hv. þingmenn í atvinnuveganefnd hafi ekki kynnt sér söguna. Í fyrsta lagi var það ekki verkefnisstjórn sem raðaði virkjunarkostunum. Það var formaður verkefnisstjórnar og formaður fagnefndar sem það gerði og sú niðurstaða var send í umsagnarferli. Rúmar 200 umsagnir bárust og þær umsagnir þar sem eitthvað nýtt kom fram og verkefnisstjórn hafði ekki áður fjallað um voru teknar til hliðar (Forseti hringir.) og á þeim byggð þingsályktunartillaga. Ef hv. þingmenn hafa ekki kynnt sér þessa sögu, vaða í villu (Forseti hringir.) og svíma og byggja tillögugerð sína á einhverri vitleysu er það enn ein ástæða (Forseti hringir.) til að taka þetta mál af dagskrá, (Gripið fram í.)virðulegi forseti.