144. löggjafarþing — 106. fundur,  13. maí 2015.

umræðuefni dagsins.

[16:50]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf):

Virðulegur forseti. Áðan beindi ég mikilvægri spurningu til þingmundar. Ég er að hugsa um að gerast þingmundur sjálfur og svara spurningunni eins og hún blasir við mér.

Ég spurði: Af hverju lagði hæstv. umhverfisráðherra bara fram tillögu um einn virkjunarkost, Hvammsvirkjun, þrátt fyrir að hafa sent meira að segja sérstakt bréf til verkefnisstjórnar um rammaáætlun um að hún flýtti vinnu við að leggja faglegt mat á alla þrjá kostina í neðri hluta Þjórsár? Þrátt fyrir augljósan vilja, held ég að megi segja, um að virkja á öllum þremur stöðunum í Þjórsá gat ráðherrann bara lagt fram tillögu um Hvammsvirkjun. Vegna hvers? Vegna þess að verkefnisstjórnin, faghóparnir höfðu ekki lokið faglegu mati. Hinni lögformlegu leið hafði ekki verið sinnt, henni hafði ekki verið lokið. (Forseti hringir.) Ráðherrann er bundinn af lögunum. Þingmenn eru það líka.