144. löggjafarþing — 106. fundur,  13. maí 2015.

umræðuefni dagsins.

[16:56]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F):

Hæstv. forseti. Hér gera hv. þingmenn ítrekað athugasemdir við dagskrá hæstv. forseta um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða og auðlinda. Þetta er risastórt ágreiningsmál, verður alltaf og hefur verið. Það er tvíþætt, annars vegar sú efnislega umræða sem þarf að eiga sér stað um þá niðurstöðu sem er komin frá hv. atvinnuveganefnd. Við þurfum að takast á um það. Um lögformlegu hliðina hefur forseti sannarlega úrskurðað að málið sé tækt til dagskrár. Ég horfi bara þannig á það núna. Sú er staðan. Við hljótum þá að geta haldið áfram með þá dagskrá. Það er búið að úrskurða um það.