144. löggjafarþing — 106. fundur,  13. maí 2015.

umræðuefni dagsins.

[16:59]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Herra forseti. Það er hæstv. forseti Einar Kristinn Guðfinnsson sem heldur þinginu í gíslingu með þeim úrskurði sem hann telur frambærilegan en mörg okkar í stjórnarandstöðunni drögum mjög í efa og teljum pólitískt litaðan. Honum var ætlað að ná einhverri tiltekinni niðurstöðu sem hentaði tillögu meiri hluta atvinnuveganefndar. Því miður lítur það þannig út. Það er enginn yfir það hafinn að vera gagnrýndur og ég tel að þetta megi gagnrýna. Það eru allt of mörg göt og eftir því sem fólk les oftar þennan úrskurð kemur betur í ljós að hann er ekki nægjanlega vel undirbyggður, enda þannig orðaður að það er eins og hæstv. forseti Einar Kristinn Guðfinnsson hafi sjálfur töluverðar efasemdir.

Í ljósi þess er ekki boðlegt að vera með svona stórt ágreiningsmál á þingi þegar við vitum að það eru mörg önnur mál sem við getum afgreitt í ágætissátt, (Forseti hringir.) a.m.k. þannig að störfin verði ekki í uppnámi.