144. löggjafarþing — 106. fundur,  13. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:29]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta. Ef sá meiri hluti sem nú er á Alþingi, sem ætlar að reyna að tudda þessu máli, þessum breytingartillögum hér í gegn, færi að því vinnulagi sem viðhaft var hér á síðasta kjörtímabili þá værum við ekki í þessari stöðu, þá værum við enn þá að bíða eftir niðurstöðu verkefnisstjórnarinnar.

Ef við hefðum gert það sama og verið er að gera hér hefðu menn hæglega getað tekið ákvörðun um það af pólitískum ástæðum að flytja þessa kosti úr nýtingarflokki í vernd. Það hefði hæglega verið hægt að gera það miðað við þær forsendur sem þessi meiri hluti gefur sér. Það var bara ekki gert vegna þess að menn virtu ferlið þannig að þeir vildu ekki taka ákvarðanir byggðar á pólitískum forsendum. (Forseti hringir.) Virðulegir þingmenn stjórnarmeirihlutans, hættið þið að fara rangt með hvernig ferlið var hér á síðasta kjörtímabili.