144. löggjafarþing — 106. fundur,  13. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:38]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég verð að viðurkenna það að ég hef velt fyrir mér sömu spurningum og hv. þingmaður veltir hér upp. Ég hef verið að hugsa með mér hvort hægt væri að nýta atkvæðagreiðslur í sveitarfélögum, jafnvel þjóðaratkvæðagreiðslu, til þess að taka ákvarðanir um svona hluti, því að það er alveg ljóst að það ferli sem menn hafa reynt að negla niður í lög um rammaáætlun er ónýtt. Það er ekki bara framkoma núverandi meiri hluta atvinnuveganefndar í þessu máli sem eru vonbrigði, það er líka sú staðreynd að ekkert hefur verið unnið með verndarflokkinn á þessu kjörtímabili. Það hafa engir fjármunir verið settir í friðlýsingar, menn hafa ekki sinnt þeim málaflokki með neinum hætti, þannig að það er algjörlega horft fram hjá því hvernig lögin voru hugsuð í þessum efnum.

Þær tilfærslur sem urðu á síðasta kjörtímabili virðast vera eitthvert það mesta happ (Forseti hringir.) sem hent hefur hv. þm. Jón Gunnarsson, vegna þess að hann notar þær sem einhvers konar skálkaskjól fyrir allt það sem hann vill hrinda í framkvæmd hér í verktaka… (Forseti hringir.)