144. löggjafarþing — 106. fundur,  13. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:55]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Við erum að ræða eitt mesta deilumál samtíðarinnar á Íslandi. Við erum að ræða breytingartillögu sem sex hv. þingmenn atvinnuveganefndar úr Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki hafa lagt fram og þessir sex hv. þingmenn telja sig þess umkomna að fara gegn faglegu mati verkefnisstjórnar og fara gegn hæstv. ráðherra sem leggur fram málið. Þeir sjá sér ekki fært að sitja hér í salnum til þess að hlusta á málflutning okkar. Hér var flutt mjög góð ræða áðan af hv. þm. Róbert Marshall og það voru fáir sem á hana hlustuðu, hér situr þó hv. þm. og sveitungi minn Ásmundur Friðriksson, það er rétt að geta þess sem gott er, (Forseti hringir.) en fleiri ættu að vera í salnum og í það minnsta hæstv. ráðherra.