144. löggjafarþing — 106. fundur,  13. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:05]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Það sem er svo leiðinlegt við þetta mál og það sem við höfum verið að varpa hér upp þegar við höfum reifað lagagrundvöll og tæki þessarar tillögu má segja að komi allt saman í vinnubrögðum. Þetta snýst nefnilega um viðhorf okkar gagnvart því starfi sem við stundum hér, því hvort við viljum bera virðingu fyrir þeim faglegu ferlum í störfum okkar hér sem er búið að leggja niður og setja niður í lögum, bera virðingu fyrir fagfólki. Ég var ein af mörgum hv. þingmönnum sem tóku þátt í að samþykkja hér sérstaka þingsályktun sem samþykkt var með 63 atkvæðum um að við ætluðum að bæta vinnubrögð okkar, fara að hlusta meira á fagfólk, fara að virða þau ferli sem við settum niður í lögum. Við getum örugglega endalaust togast á um hvort við teljum þessa tillögu tæka eða ekki, en það sem ég veit er að þetta eru ekki þau vinnubrögð sem við samþykktum 63:0 (Forseti hringir.) að við ætluðum að fara að starfa samkvæmt.