144. löggjafarþing — 106. fundur,  13. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:12]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Hér sitjum við úr meiri hluta atvinnuveganefndar undir dylgjum um frekju, ofbeldi, og ég ætla ekki að hafa það eftir, (Gripið fram í.) ofbeldi og ég veit ekki hvað, yfirgang. Hvað erum við að gera? Við erum með þingsályktunartillögu inni í nefndinni. Við komum með breytingartillögu sem er til umfjöllunar. Það er greinilega einhver viðkvæmni fyrir umfjöllun á faglegum nótum (Gripið fram í.) um tillöguna. Hv. þingmenn koma hér upp trekk í trekk (Gripið fram í.) undir liðnum um fundarstjórn forseta. Mér var kennt það þegar ég stundaði íþróttir að það þýðir ekki að deila við dómarann. Það er búið að dæma í þessu máli. (Gripið fram í: Ó, nei.) (Gripið fram í: Ert þú dómarinn?) Forsetinn er búinn að dæma í málinu (Gripið fram í: Fá faglegt mat?) — faglegt mat, já. Hver var það (Forseti hringir.) sem færði eftir faglegt mat átta kosti á milli flokka? (Forseti hringir.) (Gripið fram í.) Hvar var faglega matið þá? (Forseti hringir.) (Gripið fram í.) Þá var lítið (Forseti hringir.) gert með það. (Gripið fram í.)