144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áframhald umræðu um rammaáætlun.

[10:47]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Í framhaldi af orðum síðasta hv. þingmanns er ástæða til að fara að spyrja hvers vegna þessir sex þingmenn í atvinnuveganefnd taka bara ekki að sér ríkisstjórnarforustuna fyrst hún er engin af annarra hálfu. Ég kalla enn eftir því að hæstv. forsætisráðherra tjái sig um þessa furðulegu forgangsröðun meiri hlutans hér á dagskránni.

Hvar er, hæstv. forsætisráðherra, afnám verðtryggingarinnar? Hvar er lyklafrumvarpið sem lofað var? Hvar eru tillögur þínar um 300 þús. milljónir frá kröfuhöfum til heimilanna í landinu? Af hverju erum við að eyða tíma okkar í þras um þarflausar tillögur frá Jóni Gunnarssyni sem hvorugur umhverfisráðherra yðar hefur stutt? Er það vegna þess að forsætisráðherra er algerlega tómhentur í öllum sínum stærstu málum?