144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áframhald umræðu um rammaáætlun.

[10:49]
Horfa

Róbert Marshall (Bf):

Virðulegur forseti. Ég held að það ætti að verða stjórnarmeirihlutanum ljóst að dagskráin mun ekkert ganga hér meðan þetta mál er á dagskrá, þessar breytingartillögur. Það verður ekkert afgreitt á þessu þingi ef þetta heldur svona áfram. Engin mál verða kláruð hérna meðan þetta mál er á dagskrá. Það er svo einfalt.

Ég vek athygli á því að það er engin tilraun í gangi, það er ekkert samtal í gangi til að leysa þetta mál. Stjórnarandstaðan hefur rétt fram sáttarhönd þegar kemur að málefnum vinnumarkaðarins og ekki síður í þessu máli, sem nú er til umfjöllunar og sett á dagskrá dag eftir dag, til að finna leið út úr þessum ógöngum. Það er ljóst að það er að minnsta kosti ekki á forræði þingflokksformannanna að klára þetta mál. Þeir hafa greinilega ekki umboð til þess af hálfu sinna flokka að setjast niður með okkur í minni hlutanum og finna lausn.