144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áframhald umræðu um rammaáætlun.

[10:52]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F):

Virðulegi forseti. Ég hef sungið í kirkjukór, karlakór, en ég hef aldrei sungið í kvartkór eins og hér er búinn að syngja og kvarta. Núna byrjar hann þriðja daginn (Gripið fram í.)og verið er að kvarta yfir dómaranum, búið er að kvarta yfir því hvort þessir hv. þingmenn í meiri hluta atvinnuveganefndar hafi tillögurétt. Það er ekki eins og þeir ráði þessu einir, það á eftir að greiða um þetta atkvæði þar sem allir þingmenn hafa atkvæðisrétt. En hins vegar fagna ég sáttatón í hv. þingmönnum, þar á meðal þingflokksformanni Vinstri grænna, að þetta snúist bara um 20 megavött. Ég fagna því. En hingað til hefur þetta snúist að um aðeins fleiri megavött. Ég hvet því menn til að fara að tala saman ef þetta snýst bara um þessi 20 megavött. Er ekki kominn tími til þess (Forseti hringir.) og hætta því að vera að endalaust að kvarta yfir dómaranum. Forseti er búinn að dæma (Forseti hringir.) í málinu. Við höfum fullan rétt á að koma með þessa tillögu.