144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

stuðningskerfi til að auðvelda för hreyfihamlaðs fólks.

[11:48]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. heilbrigðisráðherra svörin. Nú kemur fram í svari hans að hæstv. félags- og húsnæðismálaráðherra sé að vinna með þetta mál, en tillögur hópsins voru að stór hluti málaflokksins færi yfir á Sjúkratryggingar Íslands og þar af leiðandi yrði að gera ráðstafanir bæði með lagabreytingum og viðbúnaði innan sjúkratryggingastofnunar til þess að hægt væri að fara að tillögum hópsins. Þessar tillögur eru mjög til bóta og einfalda kerfið gagnvart notendum.

Ég vil minna á að maður er ekki frjáls ef maður kemst ekki á milli staða. Þetta er mikið hagsmunamál fyrir tiltölulega stóran hóp fólks.

Ég vil spyrja (Forseti hringir.) hæstv. ráðherra aftur hvort það (Forseti hringir.) standi ekki til að fara að tillögunum varðandi flutninginn (Forseti hringir.) yfir til Sjúkratrygginga Íslands.