144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

ummæli forsætisráðherra um rammaáætlun.

[12:00]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill taka undir með hv. þingmanni varðandi það sem hv. þingmaður sagði um form og gildi þess. Þess vegna er alveg ljóst mál að ekki er komin fram formleg breytingartillaga við þá breytingartillögu sem fyrir liggur frá meiri hluta nefndarinnar. Hins vegar hefur það verið kynnt að til stæði að leggja fram slíka tillögu. Öðruvísi getur þingið ekki tekið afstöðu til hennar. Það er það sem forseti vill árétta.

Varðandi það að þingflokksformenn hittist þá er það sjálfsagður hlutur þegar við höfum lokið við 2. dagskrármálið hér á eftir.