144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

ummæli forsætisráðherra um rammaáætlun.

[12:16]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F):

Virðulegi forseti. Hér koma hv. þingmenn upp, berja sér á brjóst og kvarta eins og það komi reyndum hv. þingmönnum á óvart að einhverjar þreifingar séu um lausn á þessu máli. Það er eins og menn komi alveg af fjöllum. [Kliður í þingsal.] Ég hélt að menn gerðu sér grein fyrir stöðunni. Er eitthvað óeðlilegt við það að ráðherra og meiri hlutinn reyni að finna einhverja lausn á þessari sjálfheldu hér? Hv. þingmenn eru náttúrlega vanir því að svona lagað fari fram í lokuðum herbergjum og enginn viti af því (Gripið fram í.)fyrr en patentlausnin er til. (Gripið fram í.) (HHG: Við erum í þingsal.) Við þurfum bara að finna lausn á þessu máli. Það er ekki flóknara. (KaJúl: Takið það þá af dagskrá …)