144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

ummæli forsætisráðherra um rammaáætlun.

[12:24]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að hér á að fara fram fundur, eða hefur að minnsta kosti verið boðaður, þingflokksformanna til að fara betur yfir málið. Mig langar aðeins að hnykkja á einu af því að ég hef áhyggjur af því að ákveðnum virkjunum hafi verið hent inn í þessa breytingartillögu til að færa línuna á óútskýrðan stað til að geta svo farið að semja um eitthvað annað, til þess að geta svo farið að semja um virkjanir í Þjórsá eða eitthvað svoleiðis.

Náttúruverndarsinnar tala til dæmis ekki fyrir Hvammsvirkjun. Hvar er línan þeim megin? Þeir eru samt „fair“ í sínum málflutningi og segja: Við ætlum að fara eftir því sem verkefnisstjórn rammaáætlunar ákveður. Þeir gefa mikið eftir, bara svo það sé sagt og það sé á hreinu. Þá þýðir ekki að ætla einhverja aðra línu og draga hana einhvers staðar annars staðar í sandinn og fara (Forseti hringir.) svo að víla og díla á Alþingi. Við verðum að fara eftir leikreglum alveg eins og þau gera.