144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[14:02]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigrún Magnúsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nei, ég er ekki á öðru máli. Ég sagði það í fyrrakvöld úr þessum ræðustól og er ekkert að breyta því núna, hv. þingmaður var kannski ekki viðstödd, að eflaust hefði ég höndlað málið með sama hætti og forveri minn í ráðuneytinu þegar hann vonaðist til að hann fengi alla kostina sex metna, auðvitað var samt lítill tími, og vonaðist þá líka til að hann gæti sett inn þessa þrjá kosti í Þjórsá. Það náðist ekki þannig að hann sendi Hvammsvirkjun hingað inn til umfjöllunar. Ég býst við að ég hefði gert nákvæmlega það sama. Maður getur aldrei sagt 100% hvernig maður aktar aftur í tímann. Að því leyti stend ég við það.

Síðan fór það í nefnd, atvinnuveganefnd, og nú er komin tillaga þaðan. Ég er að lýsa því (Forseti hringir.) hvar ég set mörkin, að mér finnst Hagavatnsvirkjun ekki vera tæk fyrir ykkur að greiða atkvæði með að fjalla um.