144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[14:03]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Vitsmunaleg geta mín nær ekki utan um þetta, ég verð að viðurkenna það. Ég skil ekki enn þá, frú forseti, svör hæstv. umhverfisráðherra.

Ef hægt er að taka út Hagavatn eitt og sér en hún er samt með því og hefði kannski gert alveg eins og fyrrverandi ráðherra — ég bara skil þetta ekki, fyrirgefið. Ég verð að biðja hæstv. ráðherra að útskýra þetta betur fyrir mér og kannski öðrum sem eru ekki alveg með á nótunum. Mér finnst standa eftir spurningin: Styður hæstv. ráðherra ekki þá vinnu sem núverandi verkefnisstjórn um rammaáætlun, nr. 3 sem sagt, vann fyrir forvera hennar í starfi? Styður hún ekki vinnu síns eigin ráðuneytis? Og af hverju erum við farin að ræða hérna allt í einu atvinnuveganefnd Alþingis sem eitthvert ígildi (Forseti hringir.) verkefnisstjórnar? Hvaðan kemur það?