144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[14:07]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigrún Magnúsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eiginlega lýsi ég vonbrigðum mínum með að við tölum svona niður þessar ágætu verkefnisstjórnir um rammaáætlun, bæði fyrrverandi og núverandi, (Gripið fram í.) vegna þess að ég hef mikla trú á vinnubrögðum þeirra og hefði mjög kosið að maður gæti farið eftir tillögum þeirra. Ég hefði viljað leggja metnað minn í það.

Auðvitað má alveg dæma mig eins og alla aðra að ég vinni ekki eins og þingheimi líki en ég hef kannski horft skringilega á málið og ekki viljað skipta mér meira af því af því að mér hefur fundist það vera á vegum Alþingis að fjalla um það. Ég er stöðugt að ítreka að með sama hætti úrskurðaði forseti Alþingis að þetta væri til umfjöllunar hér (Forseti hringir.) og væri þingtækt. Ég er búin að lesa upp úr úrskurðinum, þið skuluð kynna ykkur það sem hann sagði í upphafi málsins.