144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[14:10]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigrún Magnúsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Verkefnisstjórn um rammaáætlun er ráðgefandi fyrir ráðherra og einmitt sett á laggirnar af því að þetta er margslungið hagsmunaferli. Það þarf að taka tillit til mjög mismunandi sjónarmiða og því var gerð sátt um að búa til þetta verkfæri. Ég lít mikið til þessa verkfæris og tel að við eigum auðvitað að hlusta á það. En það hnígur að því að endanlega eru ákvarðanir teknar í þessum þingsal og það bíður mín eins og allra annarra hér inni að taka ákvörðun um hvernig maður greiðir atkvæði þegar þessi þingsályktunartillaga kemur til atkvæðagreiðslu.