144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[14:37]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður talar eins og ekkert sé í nýtingarflokknum og að það hafi kallað á slíkar neyðaraðgerðir að menn hafi farið í það að bjarga efnahag landsins með því að vippa þessum virkjunarkostum í nýtingarflokk. Það eru óvart 16 kostir í nýtingarflokki, 16 kostir.

Virðulegi forseti. Ég spyr hv. þingmann: Finnst honum það leiðangursins virði að sprengja rammaáætlunarferlið allt saman í loft upp? Fyrir hvað?

Virðulegi forseti. Svo talar hv. þingmaður eins og menn séu bara í einhverjum leiðangri að sækja allt of mikið af gögnum og það sé alveg ómögulegt í verkefnisstjórn 3. áfanga og þess vegna þurfi nú að grípa fram fyrir hendurnar á þeim. Þessi verkefnisstjórn er ekki að gera neitt annað en það sem var óskað eftir að hún gerði af ráðherra, hæstv. ráðherra Sigurði Inga Jóhannssyni, með bréfi. (Forseti hringir.)

Virðulegi forseti. Má ég spyrja hv. þingmann hvenær hann telji vera komið of mikið af gögnum (Forseti hringir.) til þess að afla upplýsinga um það hvort ráðast eigi í virkjanir. (Forseti hringir.) Ég hef aldrei heyrt annað eins.