144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[14:56]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Því dýpra sem við förum inn í umræðuna um þetta mál, sem er í alla staði mjög sérkennilegt og jafnvel sögulegt, þá verður manni ljósara að málflutningurinn fyrir þessari sérstöku málsmeðferð er í raun og veru byggður á vanþekkingu og röngum upplýsingum. Ég get ekki fellt mig við það að við séum að eyða tíma Alþingis í þetta mál núna þegar svo margt annað brennur á þjóðinni. Mér finnst alveg fráleitt að hæstv. forsætisráðherra neiti að ræða við formenn flokkanna í stjórnarandstöðunni nema við klárum þetta mál. Hvers konar ástand er hér eiginlega, forseti? Ég tel löngu tímabært að við tökum þetta mál af dagskrá og höldum áfram að vinna að öllum öðrum góðum málum sem bíða eftir afgreiðslu — eða eru kannski engin mál? (Gripið fram í.)