144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[15:17]
Horfa

Páll Valur Björnsson (Bf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Mig langar að taka heils hugar undir með hv. þingmanni sem talaði hér áðan. Þetta er akkúrat stóra vandamálið hjá okkur, samráðsleysi. Það er alveg sama hvar á er litið, hvort það er í þessu máli eða í menntamálum, Fiskistofu, ég veit ekki hvað og hvað. Það er ekki haft samráð við nokkurn einasta mann.

Mér var verulega brugðið að minn góði vinur, hv. þm. Ásmundur Friðriksson, vissi ekki hvers son ég var, en það er allt í lagi, það má liggja á milli hluta. En hann talaði um að virðing Alþingis taki niður við þessa umræðu sem á sér stað núna. Hann á það alveg skuldlaust og meiri hlutinn í atvinnuveganefnd á það alveg skuldlaust ef virðing Alþingis er að fara niður núna. Það er bara þannig. Þeir gátu alveg gert sér grein fyrir því hvað mundi verða í þinginu þegar þeir kæmu fram með þessa tillögu. Þeir sáu það í haust. Datt þeim í hug að það mundi eitthvað breytast núna þegar farið er fram með svona mikilli valdbeitingu og offorsi? Nei. Farið þið að hlusta á þjóðina. Hér er bréfið frá bændunum sem við fengum, hv. þm. Ásmundur Friðriksson. Hv. þingmaður ætti að fara með það í atvinnuveganefnd og reyna að vinna út frá því.