144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[16:12]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins eru sammála um norræna vinnumarkaðslíkanið eins og kemur fram hjá Samtökum atvinnulífsins, með leyfi forseta:

„Norræna vinnumarkaðslíkanið hefur tryggt efnahagslegan stöðugleika og skapað betri lífskjör en íslenska líkanið.“

Það er nákvæmlega þangað sem við eigum að leita. Aðilar vinnumarkaðarins skoðuðu þetta vel og gáfu út skýrslu um það í maí 2013 sem ég las upp úr áðan. Þar eru ýmsar leiðir sem hægt er að fara. Þetta fer hins vegar ekkert áfram. Það þarf meðal annars að breyta löggjöf þannig að þetta fer ekkert áfram. Ég veit ekki hver besta leiðin er, en þetta er það sem Samtök atvinnulífsins segja og ASÍ er sammála um að það þurfi að skoða það. Þetta fólk þarf að setjast niður með ríkisstjórninni. Þetta þarf að vera partur af því að leysa þessa deilu á vinnumarkaðnum núna ef við viljum skapa fyrirkomulag þar sem við erum ekki alltaf að lenda í þessum krísum.