144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[16:14]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Auðvitað er tíminn skammur til að fara yfir svo veigamiklar breytingar. Við hv. þingmaður erum sammála um að heildarrammi stefnumótunar sé nauðsynlegur til að skapa möguleika og auka líkur á sátt eins og á við um þau lög sem gilda um það mál sem er til umræðu, vernd og nýting auðlinda, og hefðbundinn heildarstefnumótunarrammi þar sem sett eru heildarmarkmið og áfangamarkmið og síðan hefðbundið ferli framkvæmdar og eftirlits sem slíkur rammi felur í sér.

Ég vil þó spyrja í seinna andsvari hvort hann (Forseti hringir.) telji að styrkja megi lög um ramma og hvar þá helst.