144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[16:21]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrst forseta fyrir afsökunarbeiðnina áðan og tek hana mjög gilda. Ég þekki það sjálf að geta verið hvatvís í stóli hér þegar mikið gengur á.

Það sem ég var að reyna að koma á framfæri áðan og gerði í andsvari við hv. þm. Jón Þór Ólafsson er að það eru að koma fréttir af því að stóri húsnæðispakkinn sem við erum öll búin að bíða eftir svo árum skiptir frá hæstv. félags- og húsnæðismálaráðherra hefur verið dreginn til baka úr umsagnarferli í fjármálaráðuneytinu. Það þýðir með öðrum orðum að þessi frumvörp eru ekkert á leiðinni hingað inn á þessu þingi. Ég held því fram að ástæðan fyrir því að að menn halda til streitu að hafa rammaáætlun á dagskrá sé sú að breiða yfir það að ríkisstjórnin er ekki með nein mál til að leysa úr deilunum (Forseti hringir.) á vinnumarkaði.