144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[16:23]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég ítreka beiðni mína sem hefur komið hérna fram áður. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að gera til þess að fá svar við henni eða hvað aðrir þingmenn eiga að gera. Margsinnis hefur komið fram beiðni um að koma þessari breytingartillögu og þá þessu máli aftar á forgangslista forseta því að það eru mörg önnur mál sem við viljum heldur ræða. Það er alveg ljóst að málið er stórkostlega vanbúið og það þýðir ekkert að reyna að henda því svona í gegn, það er bara því miður svo gallað.

Ég bið um svör frá forseta. Mér finnst voðalega skrýtið að vera einhvern veginn að tala út í tómið og fá ekkert „feedback“ en mun halda áfram að gera það þangað til ég fæ svör.