144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[16:33]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég held að það sé mjög tímabært að forseti og þeir sem dagskrárvaldið hafa hugsi sig um og athugi hvort ekki sé hægt að ná einhverjum friði um hvernig við höldum áfram þinghaldinu þangað til því lýkur. Ég held að því eigi að ljúka eftir um tíu daga, fimm þingdaga eða svo. Það stefnir nú ekki í að það muni ganga greiðlega eða að ríkisstjórnin geti lagt fram þau mikilsverðu mál sem við erum öll sammála um að þurfi að afgreiða, til dæmis mál um höft, stöðugleikaskatt, held ég að það sé kallað, og menn hafa talað um að afnema gjaldeyrishöftin. Við erum alveg sammála um að það eru mál sem mjög þarft og nauðsynlegt er að ræða fyrir þinglok. Ég vil því fara fram á það við forseta að hún að tali við félaga sína um að reyna að snúa þessu öllu til betri vegar af þeirri leið sem við erum á núna.