144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:00]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Staðan hér er algerlega óviðunandi, bara það að menn komi hér upp og réttlæti þessa málsmeðferð á grundvelli umsagnar ASÍ frá árinu 2013. Það er árið 2015 og ný umsögn liggur fyrir og verið var að lesa upp úr henni.

Hæstv. forseti hefur því miður ákveðið að taka þátt í þessum skollaleik. Ég endurtek þá bón mína að aftur verði farið yfir þessi mál og ég og fleiri fáum betri rökstuðning fyrir því af hverju forseta þyki sæmandi að fara gegn áliti umhverfis- og auðlindaráðuneytis um þessa breytingartillögu. Þar að auki tel ég að þangað til við komumst þangað verði hæstv. umhverfis- og auðlindaráðherra í salnum. Það virðist ekki veita af því að hún virðist ekki frekar en aðrir í stjórnarmeirihlutanum skilja út á hvað málið gengur.