144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:06]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Við vorum með þetta mál nú í haust, 2014. Þetta er frá miðstjórn ASÍ haustið 2013. Ég get nú ekki ímyndað mér að það hafi mikið breyst þar á milli. [Háreysti í þingsal.] Eruð þið með nýja ályktun frá miðstjórn ASÍ? (Gripið fram í.) Við deilum hér um hvort við eigum að nota rammaáætlun 2 eða rammaáætlun 3. (KaJúl: Ótrúlegt.) Hér er lesið úr skýrslu rammaáætlun 3. (Gripið fram í.)

Með leyfi forseta, les ég aðeins úr henni:

„Í framhaldinu varð fljótlega ljóst …“ (Gripið fram í.)

(Forseti (EKG): Forseti biður um hljóð í þingsalnum á meðan hv. þingmaður er að tala.) (KaJúl: Hann á þá að fara rétt með.)

„Í framhaldinu varð fljótlega ljóst að nokkuð vantaði upp á að hægt yrði að gera öllum virkjunarkostunum átta viðunandi skil á þeim stutta tíma sem til ráðstöfunar var, sérstaklega eftir að ljóst varð að dráttur yrði á skipun faghópa vegna óvissu um greiðslur fyrir þá vinnu sem faghópunum var ætlað að inna af hendi.“

Það er ekki hægt að líkja þessum skýrslum saman. (Forseti hringir.) Þeir segja þarna að þeir geti ekki raðað öllum kostunum (Forseti hringir.) upp þannig að …