144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:09]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Eins og ég sagði áðan þá finnst mér umræðan góð af því að hún er að leiða margt í ljós en það vekur mér hins vegar mjög miklar áhyggjur hvað hún er að leiða í ljós. Hvað er hún að leiða í ljós? Það hefur verið vitnað í Alþýðusambandið um eitthvað og svo kemur í ljós að umsögnin er sú að ASÍ mælist til um að tillögur verkefnisstjórnar á hverjum tíma séu virtar. Er það þannig að við þurfum að fara að lesa hverja einustu umsögn yfir til að kanna nákvæmlega hvað er á bak við það sem er búið að segja okkur? (Gripið fram í.) Er það svo? Þá finnst mér nú full ástæða til að fara að gera hlé á þessum þingfundi því það þýðir að við hv. þingmenn þurfum að lesa umsagnir því hér hefur ekki verið farið rétt með afstöðu til þessa máls. Það þýðir að við þurfum öll að fara í þennan lestur. Þá er þessi umræða náttúrlega á dálítið skrýtnu spori.