144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:10]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil ítreka þá ósk mína og fleiri hv. þingmanna um að ekki verði haldið áfram með þennan þingfund fyrr en hæstv. umhverfis- og auðlindaráðherra er kominn.

Síðan vil ég spyrja hæstv. forseta hvort hann sé ekki sammála því að það sé ástæða til að hafa áhyggjur af því viðhorfi sem flutningsmenn breytingartillögunnar sýna hér gagnvart anda laga um rammaáætlun og anda þeirrar vinnu sem var farið í til að reyna að skapa sátt um auðlindir þjóðarinnar. Hér kemur hv. þm. Páll Jóhann Pálsson og segir: Menn verða bara að sætta sig við að meiri hlutinn ræður. Hefur hæstv. forseti ekki áhyggjur af þessu viðhorfi og þeirri stemningu sem er komin um rammaáætlun?