144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:51]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Enn á ný held ég að við séum ekki alltaf að tala um sama málið. En málstofan er góð, umræðan er góð. Í rammaáætlun 3 átti að skoða allt, en það voru bara þessir átta virkjunarkostir sem hæstv. ráðherra hv. þingmanns handvaldi út og bað um að yrðu skoðaðir sérstaklega. Það er alveg rétt hjá þingmanni að ég er hlynnt því að skoða sæstreng mun nánar. Í því felst ekkert endilega að virkja meira. Það eru um tvær Blönduvirkjanir sem eru ónýttar á netinu í dag samkvæmt forstjóra Landsvirkjunar af því að við nýtum orkuna svo illa sem er á landsneti okkar. Sæstrengur er mögulega ein leið til þess að nýta þessa virkjun, það þarf að skoða það, og við þurfum að selja orkuna á mun hærra verði en við gerum núna. Ég er hlynnt því að þjóðin fái meira (Forseti hringir.) fyrir þessa auðlind.