144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:55]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er alveg rétt, sem kom fram hjá hv. þingmanni, að í meirihlutaálitinu stendur að þeir séu sammála minni hlutanum í grunninn. En svo kemur eitthvað þar á eftir, eitthvert „en“, er það ekki? Eitthvað sem er að bíða þess að verða? Og þá er maður ekkert til í rammaáætlun komplett.

Varðandi þá virkjunarkosti sem ég sé færa þá get ég ekki lagt mat á alla þá kosti sem liggja fyrir. Í okkar umfjöllun höfum við bara verið að fjalla um þessa fimm. En mér finnst augljóst, augljósast að minnsta kosti, að Hvammsvirkjun, sem hefur einmitt verið afgreidd út úr verkefnisstjórn rammaáætlunar 3, sé nærtækust því að geta kallast virkjanleg. Þó eru enn uppi (Forseti hringir.) deilur um hvort laxastofninn, eða laxfiskur, muni hafa það af þarna, en ég mundi vilja frekari rannsóknir á því.