144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:57]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Björt Ólafsdóttur fyrir svarið. Hún er alveg skýr í afstöðu sinni og telur að upphafleg þingsályktunartillaga með Hvammsvirkjun sé sú framkvæmd sem er tæk til nýtingar. Ég er sammála hv. þingmanni um það sem snýr að gildi rannsókna og upplýstrar ákvörðunartöku er varðar virkjanir, þar erum við alveg á sömu blaðsíðu. En af því að ég veit að hv. þingmaður kom inn á það í ræðu sinni að hún þekkti til aðstæðna í uppsveitum Árnessýslu, og þekki þetta svæði mjög vel, þá vil ég spyrja hana út í hugmyndir um að virkja Hagavatn, hvað hún vilji segja frekar um þær hugmyndir.