144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[19:00]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Klukkan er sjö og það er föstudagskvöld. Ég velti fyrir mér hvað forseti hugsar sér með framvindu fundarins og spyr enn og aftur hvað sé að frétta af ráðherra umhverfismála, hvort henni hafi verið gert viðvart og hvort hún hafi einhverjar skýringar á fjarveru sinni í umræðunni í dag. Það væri afar fróðlegt að vita hvort svo væri. Mér finnst það eiginlega algerlega ólíðandi að ráðherra málaflokksins sé ekki viðstaddur þegar um svo heitt og umdeilt mál er að ræða og sérstaklega þegar umbúnaður málsins einkennist af slíku sleifarlagi sem við sjáum hér hlýtur ráðherrann að þurfa að vera þátttakandi í þeim rökræðum sem hafa farið fram. Ég vil óska eftir því að hæstv. forseti geri okkur þingmönnum grein fyrir því hver staða þess máls er, þ.e. óskarinnar um að hæstv. ráðherra sé hér.