144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[19:06]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Er von að spurt sé. Hvar er ráðherrann? Er landið umhverfisráðherralaust? Spurningin er sú, alla vega er ekki umhverfisráðherra í landinu sem hugsar um umhverfið. Hún er að hugsa um eitthvað annað, það er ljóst.

Það hefur verið sagt hér fyrr í dag að málið sé vanbúið. Það er svo illa undirbúið að það er óboðlegt að láta okkur ræða það hér í seinni umræðu. Það sem verra er að þeir sem til eiga að þekkja og sitja í atvinnuveganefnd og hafa tekið til máls, framsóknarmenn og ég vitna sérstaklega til þeirra, fara rangt með. Forsætisráðherra fer rangt með. Þeir taka úr samhengi ummæli í nefndarálitum. Sum okkar hér inni kunnum þetta ekki lið fyrir lið og við heyrðum það áðan (Forseti hringir.) hjá hv. þm. Björt Ólafsdóttur hvað það skiptir gríðarlega miklu máli að þeir sem sitja í nefndunum skýri rétt frá hér í fundarsal en séu ekki með (Forseti hringir.) útúrsnúninga og nánast ósannindi.