144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

starfsáætlun og væntanleg stjórnarfrumvörp.

[14:25]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Herra forseti. Ég mótmæli því að þessi dagskrárliður hafi almennt ekki verið notaður til þess að ræða fundarstjórn forseta, þó kannski með þeirri undantekningu sem er síðasta ræða hér á undan hjá hv. þm. Jóni Gunnarssyni. Það liggur nokkuð ljóst fyrir að ekki er nein sátt um dagskrána og þess vegna hljótum við að koma hér upp og ræða það við hæstv. forseta. Það kom fram í máli hæstv. forseta áðan að ekki hafi verið tekin ákvörðun um breytingu á starfsáætlun Alþingis. Gott og vel, það berast hins vegar mjög misvísandi skilaboð frá forustumönnum hæstv. ríkisstjórnar. Ég vil því spyrja hæstv. forseta hvort hann ætli að kalla forustumenn hæstv. ríkisstjórnar sem og forustumenn minni hlutans (Forseti hringir.) á Alþingi á sinn fund og reyna þannig að búa til einhverja sátt um það hvernig við ætlum að klára þessa síðustu daga.