144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

starfsáætlun og væntanleg stjórnarfrumvörp.

[14:27]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Ég mótmæli því að rammaáætlun sé enn á dagskrá enn einn daginn. Ég veit að forseta er mjög annt um virðingu þingsins, hann hefur komið því margoft á framfæri. Þessi dagskrárgerð eins og hún birtist í dag og er ákvörðun forseta er ekki til þess að auka virðingu þingsins. Hæstv. forseti hlýtur að sjá það eins og ég og fleiri að þetta ástand er ekki til þess að auka virðingu þingsins og forseti hefur það í hendi sér að fara öðruvísi með dagskrárvaldið. Ég mótmæli því, forseti, að þetta skuli vera svona enn einn daginn.