144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

forgangsmál ríkisstjórnarinnar.

[14:58]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Maður hlýtur að hafa ákveðnar áhyggjur af því stefnuleysi sem kemur fram í svari, eða ekki-svari, hæstv. forsætisráðherra. Það er alltaf þannig að settur er fram forgangslisti frá ríkisstjórninni, hvaða mál er brýnast að taka fyrir. Ef hæstv. forsætisráðherra veit ekki hvaða mál á að setja í forgang þá er illa komið fyrir okkur.

Mig langar bara að vekja athygli á því og spyrja hæstv. forsætisráðherra hvort hann haldi virkilega að hann hafi dagskrárvald hér á þinginu. Það væri réttast að hæstv. forsætisráðherra mundi ræða við forseta þingsins um það hvort það eigi að vera sumarþing eða ekki.

Síðan langar mig að spyrja hvort hæstv. forsætisráðherra ætli ekki að styðja við hæstv. velferðarráðherra og tryggja að húsnæðismál hennar komi á dagskrá þingsins og verði flutt þannig að hægt sé að fá umsagnir um þau mál í sumar svo að við getum fengið að sjá hvort það sé hægt að styðja þau eða ekki — og svara takk.