144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

viðvera forsætisráðherra í umræðu um rammaáætlun.

[15:40]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf):

Herra forseti. Nú glittir í það að hér hefjist efnisleg umræða um þetta mál að nýju. Hv. þm. Oddný G. Harðardóttir er næst á mælendaskrá og hún hefur sérstaklega óskað eftir því að hæstv. umhverfis- og auðlindaráðherra sé í salnum meðan á ræðu hennar stendur. Áðan kom fram af hálfu hæstv. forseta að þremur ráðherrum hefur verið gert viðvart um þessar óskir. Tveir eru í húsinu og mig langar til að spyrja hæstv. forseta: Er hæstv. umhverfis- og auðlindaráðherra í húsinu og verður hún hér til að hlýða á mál þess þingmanns sem hefur sérstaklega óskað eftir því?