144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[16:15]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Það hefur líka verið í umræðunni að ferðaþjónustan er stór hagsmunaaðili í þessu máli öllu saman. Það kallast á hagsmunir stóriðju, sem kallar á meiri orku, og hagsmunir ferðaþjónustunnar, sem kallar á að gengið sé með varúð um landið og við nýtingu landsins og vill að farnar séu lögformlegar leiðir varðandi þau mál, að þessir kostir fari inn í verkefnisstjórn en séu ekki handpikkaðir út á Alþingi. Mig langar að heyra viðhorf hv. þingmanns gagnvart því og einnig gagnvart afstöðu ungs fólks í málinu. Ungt fólk á bökkum Þjórsár, eins og það kallar sig í umsögn, gagnrýnir mjög að verið sé að ákveða framtíð þess (Forseti hringir.) með ákvörðunum í dag um að virkja Þjórsá á þennan hátt en ekki nýttir kostir þess að vera á því svæði á annan hátt.