144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[16:46]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir efnisríka ræðu og hefði nú viljað hafa lengri tíma til að spyrja hann út í atriði sem fram komu í ræðu hans.

Eitt ætla ég að nefna vegna þess að hann nefndi réttilega hversu mikilvægt það væri að fá hámarksarðsemi af auðlindinni. Nú höfum við reynslu af því í tilviki fiskveiðiauðlindarinnar að þegar menn hafa gefið út kvóta umfram vísindalega vistvæna ráðgjöf, þá fellur verðið á fiskinum. Ég vil þess vegna spyrja: Hvað telur hv. þingmaður að geti gerst ef við förum að virkja án þess að fara að lögbundnum reglum um virðingu fyrir umhverfi eins og gert er ráð fyrir hér? Mundi okkur þá kannski aldrei bjóðast, jafnvel þó að lagður yrði sæstrengur til annarra landa, raunverulegt verð til samræmis við það að um vistvæna orku væri að ræða vegna þess að orkan okkar uppfyllti ekki kröfurnar um (Forseti hringir.) að hafa orðið til með þeim hætti sem lög áskilja að eigi að gera þegar um vistvæna orku er að ræða?